Föstudagur, 19. október 2007
Helgin framundan og Haustfrí;*
Já....ég heima hjá múttu yfir helgina og ætla sko að hafa það næs því ég nenni hreinlega ekki neinu standi....ég mun samt hjálpa til með heimilisverkin og elda ef ég þarf þess Það er sko nóg búið að vera að gera hjá mér þessa dagana;D ég er náttúrulega alltaf í skóalnum og svo er 'Haustfríið' í næstu viku.... Ætli ég verði ekki bara heima hjá múttu á meðan ég klára þetta fjandans frí og stekk svo beint í skólann á miðvikudeginum???
Æi...veit það hreinlega ekki... Ég ætla allavega að fara inn í sveit og heimsækja liðið þar og kannski kíki ég á dýrin í leiðinni Mútta gamla er að vinna á daginn frá kl 14 - 18:30 og strákarnir í skólanum og ef ekki eru þeir út um allt....annað hvort á einhverju skólamóti eða heima hjá vinum sínum;D
Ég er samt bara heima hjá mér og heng í tölvunni og blogga um mitt leiðindarlíf...nei segi svona en hvað með það, ég horfði á Borgarstjórakosningarnar um daginn og mér finnst þetta algjörlega út í hött....ég held sko með Framsókn og VG svo mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki átt að rakka aumingja Björn Inga í BEINNI ÚTSENDINGU um daginn
Mín skoðun er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hafi bara verið að redda sér út úr þessari flækju en samt geta þeir það ekki....Björn Ingi var sagður hafa slitið sambandi sínu við þá og ég vona að það hafi verið satt því ekki myndi ég vilja vera í samfloti við fólk sem er nýbúið að vera að rífa manninn í sig í sjónvarpinu fyrir framan alþjóðina....ó nei takk fyrir
En ég þarf að fara að elda svo við sjáumst og ég safna í nýtt og spennandi blogg á meðan
Eldri færslur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.